JBL PowerUp Wireless Charging Speaker for Nokia - Um hátalarann

background image

Um hátalarann

Með þráðlausum Nokia MD-100W hátalara geturðu hlustað á tónlist í miklum

hljómgæðum úr símanum eða öðru samhæfu tæki, t.d. tónlistarspilara. Hægt er að

tengja við annað tæki án þess að stöðva tónlistina. Einnig er hægt að nota staðlaða

hljóðsnúru (3,5 mm) til að tengja tæki við hljóðtengi hátalarans. Meðfylgjandi er

hljóðsnúra.

Einnig er hægt að nota Nokia MD-100W hátalarann sem þráðlaust hleðslutæki. Til að

hlaða Qi-samhæft tæki seturðu það á þráðlausa hleðslusvæðið ofan á hátalaranum.

Viðvörun:

Þessi vara getur innihaldið smáa hluti. Þá skal geyma þar sem lítil börn ná ekki til.

Sumir hlutar vörunnar eru segulmagnaðir. Málmefni gætu dregist að vörunni. Ekki skal

geyma kreditkort eða aðra segulmagnaða hluti með geymsluminni nálægt vörunni því

upplýsingar sem þar eru geymdar gætu þurrkast út.

Yfirborð þessarar vöru inniheldur ekki nikkel.