JBL PowerUp Wireless Charging Speaker for Nokia - Meðferð tækisins

background image

Meðferð tækisins
Fara skal gætilega með tækið, hleðslutækið og allan aukabúnað. Eftirfarandi leiðbeiningar hjálpa til við að halda tækinu í

ábyrgð.

Halda skal tækinu þurru. Úrkoma, raki og hvers kyns vökvar geta innihaldið steinefni sem tæra rafrásirnar. Ef tækið

blotnar skal láta það þorna.

Aðeins skal nota hleðslutækið til þess sem það er ætlað. Misnotkun eða notkun ósamhæfra hleðslutækja getur valdið

eldhættu eða sprengingu eða haft aðra áhættu í för með sér. Aldrei skal nota skemmt hleðslutæki. Hleðslutækið skal

aðeins nota innandyra.

Reynið ekki að hlaða tæki sem er með skemmt, sprungið eða opið rafhlöðuhólf eða tæki sem ekki er samhæft við Qi.

Ekki skal geyma tækið á heitum stað. Hátt hitastig getur dregið úr endingu tækisins og undið eða brætt plastefni.

Ekki skal reyna að opna tækið.

Óleyfilegar breytingar geta skemmt tækið og kunna að brjóta í bága við ákvæði laga um senditæki.

Tækinu skal ekki henda, ekki skal banka í það eða hrista það.

Aðeins skal nota mjúkan, hreinan og þurran klút til að hreinsa yfirborð tækisins.